Víkingur Heiðar Ólafsson á Proms

Víkingur Heiðar Ólafsson

Kæru tónlistarvinir.

Víkingur Heiðar Ólafsson er einleikari á Proms, tónlistarhátíð BBC í Royal Albert Hall í Lundúnum, laugardaginn 14. ágúst. Hann leikur verk eftir Bach, hljómborðskonsert í f-moll,  BWV 1056 og píanókonsert nr. 24 í c-moll, K 491, eftir Mozart. Einnig verður flutt sinfónía nr. 1 í D-dúr efttir Prókofíev (Klassíska sinfónían). Tónleikunum lýkur með sinfóníu nr. 9 í Es-dúr eftir Sjostakóvítsj. Hljómsveit: Philharmonia Orchestra, stjórnandi Santtu-Matias Rouvali.

Nánar:
https://www.bbc.co.uk/events/ewcqwh?fbclid=IwAR0Lmp6SQWr72ScuCoD0wgtAkF8sl7kxHXNSN1VgILpnioRuPVOLjHgJP9M

Ég held að tónleikunum verði útvarpað beint á BBC Radio 3 á laugardag.

Prófið þessa slóð þegar þar að kemur:
https://www.bbc.co.uk/sounds/schedules/bbc_radio_three#on-air

Þeim verður sjónvarpað á stöðinni BBC Four daginn eftir, sunnudaginn 15. ágúst.

Góða skemmtun,
Baldur Símonarson