Vínaróperan í þessari viku – Metropolitan í næstu viku

Kæru óperuvinir

Í viðhengjum eru upplýsingar um ókeypis netsýningar frá Vínaróperunni og Metropolitan.

Frá Vínaróperunni er Lise Davidsen í Ariadne auf Naxos. Sviðsetningin gæti verið betri en sú sem er í boði á Mezzo.
Vínaróperan

Frá Metropolitan er Akhnaten með Dísellu, Onegin með Renée Fleming og Hvorostovsky og Anna Bolena með Önnu Netrebko.
Met Opera

Alþjóðlegi kvennadagurinn var í fyrradag og ýmislegt efni tengt konum og tónlist er á Mezzo-stöðvunum á næstunni. Á BBC World News er nýr þáttur um smitið í Ischgl með viðtali við Þórarin sóttvarnalækni. Hann er sýndur öðru hverju á næstunni og heitir Our World.

Með góðri kveðju,
Baldur