Vínaróperan – Metropolitan

Kæru óperuvinir

Vínaróperan

Í viðhengi er skrá um óperu- og ballettsýningar frá Vínaróperunni 15.-22. mars. Óperurnar eru allar eftir Verdi. La traviata í óvenjulegri sviðsetningu eftir Simon Stone er vel þess virði að sjá hana og söngvararnir eru ekki af verri endanum: Pretty Yende og Juan Diego Flórez. Einnig eru sýndir tveir ballettar, Svanavatnið og Raymonda við tónlist eftir Glazunov. Ég verð að játa að síðarnefnda verkið er mér öldungis ókunnugt. Dansahöfundur beggja sýninga er Rudolf Nuryev, en hann fæddist 17. mars 1938.

Vínaróperan

Hér er slóð fyrir YouTube upptöku frá Bolshoi, tæpir þrír tímar, líklega með hléi. Ég hef ekki séð hana, varla hlustað á neitt.

Í viðhengjum eru upplýsingar um sýningar frá Metropolitan 23.-29. mars og 30. mars-5. apríl 2021. Þarna má benda á Don Giovanni frá 2000, sviðsetning Zeffirellis og Roberto Devereux frá 2016. Loksins fá Wagnervinir eitthvað, Hollendinginn og Tristan og Ísold. Strauss-dýrkendur geta séð Elektru og Capriccio. Í þessari viku má minna á Önnu Bolenu, Onegin með Hvorostovsky og Akhnaten með Dísellu.

Metropolitan

Í viðhengjum eru upplýsingar um sýningar frá Metropolitan 23.-29. mars og 30. mars-5. apríl 2021. Þarna má benda á Don Giovanni frá 2000, sviðsetning Zeffirellis og Roberto Devereux frá 2016. Loksins fá Wagnervinir eitthvað, Hollendinginn og Tristan og Ísold. Strauss-dýrkendur geta séð Elektru og Capriccio. Í þessari viku má minna á Önnu Bolenu, Onegin með Hvorostovsky og Akhnaten með Dísellu.

Metropolitan 23.3. – 29.3.2021
Metropolitan 30.3. – 5.4.2021

Góða skemmtun,
Baldur