Þýsk skáld og fræðimenn kynntust forníslenskum bókmenntum fyrst í latneskum þýðingum. Í fyrsta lagi var um að ræða útgáfur danska fræðimannsins Peters Resens á Snorra Eddu, Völuspá og Hávamálum sem komu út í Kaupmannahöfn árið 1665. Þar var íslenskur, danskur og latneskur texti prentaður samhliða og farið eftir Eddugerð síra Magnúsar Ólafssonar í Laufási frá því í byrjun 17. aldar sem hann hafði líka snúið á latínu. Síra Stefán Ólafsson í Vallanesi þýddi Völuspá en ekki er vitað hver sneri Hávamálum