Undirkaflar

Fyrstu kynni

Þýsk skáld og fræðimenn kynntust forníslenskum bókmenntum fyrst í latneskum þýðingum. Í fyrsta lagi var um að ræða útgáfur danska fræðimannsins Peters Resens á Snorra Eddu, Völuspá og Hávamálum sem komu út í Kaupmannahöfn árið 1665. Þar var íslenskur, danskur og latneskur texti prentaður samhliða og farið eftir Eddugerð síra Magnúsar Ólafssonar í Laufási frá því í byrjun 17. aldar sem hann hafði líka snúið á latínu. Síra Stefán Ólafsson í Vallanesi þýddi Völuspá en ekki er vitað hver sneri Hávamálum

Samgermanskur menningararfur

Þýsku miðaldakvæðin um riddara og fagrar meyjar (Minnesang) þóttu samt hvorki nógu ríkulegur né forn menningararfur. Sjónarsvið þeirra var konunga- og furstahirð af ýmsum stærðargráðum og tími krossferðanna. Menn tóku því að leitast við að þenja út hið samþýska eða germanska menningarsvæði. Einna beinskeyttastur þessu efni var Johann Gottlieb Fichte sem ásamt Hegel og Schelling var einn þekktasti heimspekingur þess þýska menningartímabils sem stundum er kennt við skáldið Johann Wolfgang von Goethe.