Sérnöfn í Niflungahringnum

og líklegar samsvaranir þeirra í frumheimildum

Wagner og Völsungar

Alls eru sérnöfn í Hringnum 47, og að auki 7 úr fyrri gerð hans.

Af þeim má finna 32 samsvaranir í eddukvæðum, 33 í Snorra-Eddu, 17 í Völsungu, 13 í Þiðrekssögu, 12 í Niebelungenlied og 8 í Hürnen Seyfrid.

Önnur nöfn eru ýmist búin til af Wagner sjálfum eða löguð til eftir gömlum þýskum kvæðum og sögnum eða goðafræði Jakobs Grimms.

Öll nöfnin eru sveigð að þýsku málsniði.

Æskylos og Sheakspeare votta Wagner virðingu sína.