Wagner sem dekadent og hysteríker
Hvernig Nietzsche reyndi að rústa Wagner

Fyrirlestur á dánardægri Richards Wagner, 13. febrúar Sigríður Þorgeirsdóttir

Samband Nietzsches og Wagners hófst sem „stjörnuvinskapur“ en endaði í móðgunum og fjandsemi.

Heimspekingurinn sem hampaði Wagner sem endurnýjunarafli þýskrar menningar í fyrstu bók sinni um „Fæðingu harmleiksins“ átti eftir að henda honum á menningarhaugana með einni sinni síðustu bók um „Tilfellið Wagner“ þar sem hann lýsir honum sem hysterískum, dekadent listamanni. Hvað olli vinslitum þeirra og hvað segir þessi ádeila Nietzsches um heimspeki hans og menningarfyrirbærið Wagner? Ádeilan varpar vissulega einhverju ljósi á menningarátök við endalok 19. aldar í Evrópu, en á hún eitthvert erindi við samtímann?

Sigríður Þorgeirsdóttir er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lærði heimspeki í Boston og Berlín og hefur starfað við háskólana í Rostock og í Helsinki. Hún er sérfræðingur á sviði þýskrar heimspeki og er alþjóðlega þekkt fyrir rannsóknir sínar á heimspeki Nietzsches. Auk þess hefur hún lagt stund á femíníska heimspeki, heimspeki náttúru og líkamans. Hún leiðir alþjóðlegt rannsóknasetur á sviði líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar og skilnings. Nýverið hleypti hún af stað hlaðvarpi sem hún kallar Sigguspeki/Siggasophy.

Spotify: Siggasophy (Sigguspeki)
https://podcasters.spotify.com/pod/show/sigrur-orgeirsdttir/episodes/Nietzsche-og-Wagner-og-listin-sem-tti-a-bjarga-ntmanum-e2gadqg/a-ab0ngqb