Wagnerfélagið í London hefur verið mjög öflugt í að bjóða félögum sínum og meðlimum Alþóðasamtakanna (allir okkar félagar) fyrirlestra og samtöl á netinu.

Í komandi viku eru tveir áhugaverðir atburðir á vegum Londonfélagsins. Annars vegar neðangreint, viðtal við sænska Wagnersöngvarann Michael Weinius, sem söng m.a. í Stokkhólm Hringnum sem margir sáu (Siegmund). Þetta verður á miðvikudag 11. nóv. kl 6.30 (sami tími hér).

Krækja til að skrá sig fyrir neðan. Daginn áður á sama tíma verður dagskrá um Ástralíumenn, sem syngja Wagner, frá Nellie Melba til Stuart Skelton, þetta verður kynnt í öðrum pósti með “link”.

Krækja á viðburðinn

Með bestu kveðjum,
Selma