Í fyrsta dálki er stiklað á stóru í æviferli og starfi Richards Wagners. Í hinum næsta eru nefndir nokkrir fjölþjóðlegir atburðir úr samtíðinni til að setja Wagner inn í sögulegt samhengi í menningarefnum. Í hinum þriðja eru tilgreindir nokkrir samtímaviðburðir á Íslandi sem snerta íslenska menningu þótt beir komi skáldskap Wagners nánast ekkert við. Tilgangurinn er sá einn að sýna hvað menn voru að kljást við á Íslandi á sama tíma og Wagner skóp sín verk.