Komið þið sæl
Það er ýmislegt áhugavert efni í boði á erlendum stöðvum. Í gær sá ég sumartónleika frá Schönbrunn 2018 á SVT2. La 19:20-20:40, Su 23.08. 10:55-12:15. Veður var þá hið fegursta, og augnayndi að sjá ljósaskiptin og lýsingu garðs og hallar eftir að rökkva tók. Einsöngvari var Anna Netrebko. Dívan skrýddist þremur glæsilegum en gerólíkum kjólum, og við áhorf verður hvert og eitt ykkar að hugleiða hvernig þeir passa við aríurnar. Ég man eftir ljóðatónleikum sem Elisabeth Schwarzkopf hélt í Lundúnum, meðleikari var Geoffrey Parsons. Ég tók eftir að hún skipti ekki um kjól í hléinu, en Edward Greenfield, tónlistargagnrýnandi The Guardian, sá hið sama og ég sá. Hún skipti um skó í hléinu, silfurlitir fyrir hlé (Mozart og Schubert?), gylltir eftir hlé (Richard Strauss?). Sumartónleikar frá Schönbrunn i ár verða föstudaginn 18. septemer, en með breyttu sniði. Einsöngvari verður Jonas Kaufmann. Ég geri ráð fyrir að tónleikarnir verði víða í boði, sem upptökur, jafnvel beint.
Dagskrá hefur verið ákveðin, sjá
https://www.sommernachtskonzert.at
Á Arte (þýska) er mjög margt áhugavert í dag, sumt líka seinna á arte.tv Concert. Fyrir nokkrum dögum lagðist ég í hámhorf (e. binge-watching) á þremur splunkunýjum þáttum um styrjöld Frakka og Prússa 1870-1871. Þeir eru 50 mín. hver, heita Der Bruderkrieg, og verða endursýndir á föstudag kl. 07:45-10:25. Mjög vel gert.
Seinna í dag eru útitónleikar frá Osló á NRK2. Su 23.08. 17:45-19:45.
Á BBC World News er nýhafin þáttaröð um myndlist í Grikklandi hinu forna, Treasures of Ancient Greece. Lofar góðu. La 08:30-09:00, Su 09:30, 14:30, 20:30, og einnig fram eftir vikunni.
Ég sá fyrsta þáttinn á SVT2 um sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum, Kampen om Vita Huset. Fjallað var um forsetakosningar 1824, John Quincy Adams gegn Andrew Jackson. Frábært “docu-drama”. Heldur svo áfram. Mi 18:00-18:45 Fi 14:05, Fö 22:50 Lincoln vs. Stephen Douglas 1860.
Á SVT1 eru örstuttir þættir um nútíma húsagerðalist. Má 08:25-08:35, Harpa Fi 08:20-08:30 Hallgrímskirkja, Fö 08:25-08:35 Oslóaróperan.
Á eftir áframsendi ég upplýsingar um tónleika í Norræna húsinu.
Með síðsumarskveðju,
Baldur