Kæru óperuvinir

Sýningar frá Metropolitan

Í viðhengjum eru upplýsingar um netsýningar frá Metropolitanóperunni  2.-8. feb. og 9.-15. feb. Að þessu sinni koma þeldökkir listamenn við sögu. Flestar sýningar eru frá því fyrir daga óperubíóa, hin elsta er Tosca frá 1978, með Shirley Verret, Pavarotti og Cornell MacNeil, leikstjóri er Tito Gobbi. Wagneristar fá að sjá Rínargullið frá 2010 þriðjudaginn 9. febrúar og Valkyrjuna frá 1989 mánudaginn 15. febrúar. Dísella Lárusdóttir er í lykilhlutverki í Akhnaten eftir Philip Glass laugardaginn 13. febrúar, frá 2019. Röðin hefst með Porgy og Bess frá í febrúar 2020.

2021-01-25 Met Opera Feb 09-Feb 15 2021 2021-01-25 Met Opera Feb 02-Feb 08 2021

 

Vínaróperan

2021-01-25 Vínaróperan 26. jan.-1. feb. 2021

 

Vier letzte Lieder

Vier letzte Lieder eftir Richard Strauss, einsöngvari Camilla Nylund, er ókeypis frá bæversku óperunni á eftir, kl. 19:15. Einnig 8. sinfónía Schuberts. Verður seinna aðgengileg gegn vægu gjaldi.

https://www.operlive.de

Góða skemmtun,
Baldur