Jólakveðja – Hans og Gréta og Svanavatnið frá München

Bayerische Staatsoper Munchen

Kæru óperuvinir

Ég sendi ykkur öllum hugheilar jóla- og nýársóskir með von um betra nýtt ár.

Bæverska þjóðleikhúsið sendir tvær sýningar út ókeypis ókeypis um jólin, frá kl. 9 að morgni aðfangadags til kl. 23 á öðrum í jólum að íslenskum tíma. Boðið er upp á óperuna Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck og ballettinn Svanavatnið. Frá og með laugardeginum 27. des. eru sýningarnar aðgengilegar gegn vægu gjaldi, € 9,90. Ég held að Hans og Gréta sé upptaka frá í mars 2013, en þá leysti “ný” sviðsetning eftir Richard Jones af hólmi eldri sýningu, sem ég hygg að hafi verið á fjölunum í München frá 1965, eða frá því að leikhúsið var endurbyggt. Ég segi “ný”, vegna þess að þetta virðist vera sama sviðsetning og hefur verið í Metropolitan, velsku Þjóðaróperunni Cardiff og víðar. Kannski var gamla sviðsetningin orðin lúin eftir 47 ár.

Ég sagði þetta hjá Rótarýklúbbi Reykjavíkur 16. ágúst 2017.

Í Þýskalandi er mikil óperuhefð, en fyrsta óperan sem börn sjá þar er samt ekki Töfraflautan, heldur Hans og Gréta eftir Engelbert Humperdinck. Rík hefð er fyrir því að sýna hana á aðventu. Ég sá Hans og Grétu í München í desember 1982. Hápunktur sýningarinnar var þegar nornin fór inn í sætabrauðshúsið og kom síðan út aftur sem fjölleikahúsmaður í nornargervi og lék hinar ótrúlegustu listir, m.a. línudans. Mér er sagt að sýningin hafi nú vikið fyrir “nútímalegri” sviðsetningu.

Í viðhengi er söguþráður og hlutverkaskipan. Ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að finna söguþráð á ensku. Á heimasíðu bæversku óperunnar er aðeins efni 1. og 2. þáttar, og ekkert að finna af myndefni. Aftur vaknar sú spurning hvort Þjóðverjar séu ekki eins vinnusamir og skipulagðir og þeir vilja sjálfir vera láta.

Umsagnir og fleira sendi ég seinna. En þessi sviðsetning er “nútímaleg”, og einhverjar tilvísanir gætu verið í að Hans og Gréta er kannski ekki “falleg saga”. Einn gagnrýnandi sagði:

Overall, this creepy production is a definite musical and dramatic success. Attend, and bring your friends – but for goodness’ sake, don’t bring young children! 

Vera má að hann vanmeti börn, þýsk átta ára stúlka var mjög ánægð.

Das war zwar anders als im Märchen, aber ich fand’s lustig. Das Orchester hat richtig auf die Lautstärke geachtet, und beim Dirigenten konnte man gut erkennen, wie man spielen sollte. Wenn ich eine Schulnote vergeben würde für die ganze Opernaufführung, dann wäre es eine eins.

(Ég held að í þýskum skólum séu einkunnir frá 1 til 5, einn er best)

En hvort sem er í tölvu eða snjallsjónvarpi, sláið inn
https://operlive.de/haensel-und-gretel/

http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2020/12/2020-12-24-Hans-og-Gréta-München-2020.pdf

Góða skemmtun og gleðileg jól,
Baldur