Vínaróperan – Leiðrétting Stuart Skelton – La bohème Mirella Freni

Wiener Staatsoper

Kæru óperuvinir

Í viðhengi er skrá um ókeypis netútsendingar frá Vínaróperunni 1.-6. febrúar. Athugið að Brúðkaup Fígarós verður ekki sýnt beint í dag. Í staðinn er Rósarriddarinn sem er aðgengilegur núna.

Ég ruglaðist í tímasetningu á tónleikum Stuarts Skelton fimmtudagskvöldið 25. febrúar. Þeir hefjast kl 20:00 og verður útvarpað beint á Rás 1. Þeir verða síðan aðgengilegir í Spilaranum.

Laugardagskvöldið 6. febrúar kl. 19:10-21:05 sýnir SVT upptöku af La bohème frá 1988 eða 1989 frá óperunni í San Francisco. Í aðalhlutverkum eru Mirella Freni, Luciano Pavarotto og Nicolai Ghiaurov. Mirella Freni lést fyrir ári síðan. Hún giftist Ghiaurov árið 1978, en hann lést 2004.

Vínaróperan 1. – 6. febrár 2021

Með góðri kveðju,
Baldur