Kæru óperuvinir

La traviata í óvenjulegri sviðsetningu eftir Simon Stone er sannarlega þess virði að sjá hana og söngvararnir eru ekki af verri endanum: Pretty Yende og Benjamin Bernheim. Óperan er aðgengileg á NRK2 þangað til síðdegis á morgun, þriðjudag.

Úr Opera, desember 2019 (Nicolas Blanmont):
Stone updates the action to the present day, not provocatively or glibly, but in a way that engages with today’s world. Swathes of glamorous photos, millions of followers on social media …

Pretty Yende made a stunning debut as Violetta. Her physical beauty is suitably electrifying, but she conveyed both the strength and fragility of the character, singing with full, rounded tone that she could take down to a whisper when required. The French tenor Benjamin Bernheim projected noble, honeyed, impeccably tuned lines and the Canadian baritone Jean-François Lapointe made an excellent Germont.

Seinni þátturinn af Take Me To The Opera er á BBC World News á laugardag og sunnudag. Þar koma fram tveir óperusöngvarar af yngri kynslóð, Benjamin Bernheim og 27 ára söngkona frá Suður-Afríku,  Masabane Cecilia Rangwanasha. Hún starfar nú hjá Royal Opera House Covent Garden, tók þátt í Cardiff Singer of the World og hreppti þar fyrstu verðlaun fyrir flutning sönglaga.

La 07.08. 12:30-13:00 Su 08.08. 00:30-01:00 Su 07:30-08:00.
Take Me To The Opera 2 – Benjamin Bernheim, Masabane Cecilia Rangwanasha


Tvær óperur frá Salzburg verða sýndar á næstunni á sjónvarpsstöðvum.

Arte (þýsk, skjátextar á þýsku) La 20:05-00:00 Don Giovanni, Salzburg bein útsending. Leikstjóri: Romeo Castellacci, hljómsveitarstjóri:Teodor Currentzis
Arte (frönsk, í háskerpu, skjátextar á frönsku) La 20:40-23:35 Don Giovanni

Mezzo Live HD. Su 01.08. 19:00-21:00 Þr 03.08. 15:00-17:00 Fö 06.08. 07:30-09:30. Elektra, Salzburg. Leikstjóri Krzysztof Warlikowski. Leikmyndarhönnuður er Małgorzata Szczęśniak, sama lið og í Tristan og Ísold sem er aðgengileg þar til síðdegis á morgun. Ekki missa af þeirri sýningu.

Á sænsku stöðinni SVT2: La 07.08. 17:00-18:40 Sumartónleikar í Schönbrunn 2021, verður einnig sýnt á á RÚV. Má 09.08. 22:20-23:55. Veðrið lék við Austurríkismenn þegar upptakan var gerð. Einnig var prýðisveður í München þegar sýningu á Tristan og Ísold lauk.

Ef þið viljið rifja upp dönskukunnáttu eru sex þættir um Færeyjar og Grænland í danska ríkjasambandinu. Tveir þættir hvert kvöld, Má 21:00-22:00, Þr 21:00-22:00, Mi 21:00-22:00.

Svo er þáttur um Klakksvíkurdeiluna í Færeyjum 1955, á miðvikudag kl. 19:00-19:30. Sögumaður og handritshöfundur er Lars Løkke Rasmussen, en eiginkona hans er færeysk. Þættirnir eru fjórir. Deilan vakti verulega athygli hér á landi á sínum tíma.
https://da.wikipedia.org/wiki/Klaksv%C3%ADkstriden
https://www.dr.dk/om-dr/nyheder/dr2-dykker-ned-i-klaksvikstriden-paa-faeroeerne

Óperurnar frá Salzburg fá frábæra dóma í Financial Times (Shirley Apthorp).


Hrólfur Sæmundsson er í veigamiklum hlutverkum í Love & Politics frá Norrlandsoperan.
Operavision

Njótið vel,
Baldur