Fidelio í Norðurljósasal Hörpu 26. og 27. ágúst

Kæru óperuvinir

Mér er ánægja að vekja athygli á sýningu Óperudaga í Norðurljósasal Hörpu fimmtudag 26. ágúst og föstudag 27. ágúst kl 20:00-21:15. Sýningin kallast Fidelio – atlaga að óperu.
Ópera Beethovens er hér sýnd í styttri útgáfu og í útsetningu Daniel Schlosbergs fyrir 7 manna hljómsveit.
Við megum búast við mjög óvenjulegri og óhefðbundinni sýningu hvað tónlistina varðar.

Heartbeat Opera (upprunnin frá Yale) sýndi þessa útgáfu af Fidelio í New York í maí 2018. Söguþræði var breytt verulega.
https://www.heartbeatopera.org/fidelio

Meira um Heartbeat Opera, sem hefur vakið athygli.
https://www.heartbeatopera.org

John Rockwell segir í marshefti Opera 2020: Heartbeat is best known for its de/reconstructed interpretations of the classics …

En það er Bjarni Thor sem er leikstjóri, og kannski er nálgun hans allt önnur.
Úrvalslið söngvara  og hljóðfæraleikara kemur að sýningunni.

Leikstjóri og aðlögun: Bjarni Thor Kristinsson
Rocco: Bjarni Thor Kristinsson
Florestan: Egill Árni Pálsson
Marzelline: Dísella Lárusdóttir
Jaquino: Gissur Páll Gissurarson
Leonore: Guja Sandholt
Pizarro: Oddur Arnþór Jónsson

Nánar á vef Hörpu: https://www.harpa.is/fidelio-atlaga-ad-operu

Verð kr. 5.900. Sæti eru tölusett. Hafið sóttvarnaráðstafanir í huga.

https://tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/11901/
Meira um Óperudaga: https://www.operudagar.is/
Meira um Daniel Schlosberg: https://danschlosberg.com

Góða skemmtun,
Baldur Símonarson