Niflungahringurinn - Hljóð og mynd
Fyrirlestur Magnúsar Lyngdal Magnússonar
í Safnaðarheimili Neskirkju laugardaginn 12. október 2024
Niflungahringur Wagners er fáanlegur í tugum útgáfa, hvorttveggja í hljóði og mynd. Hlustendur hafa því úr miklu að moða ætli þeir sér að hlusta (eða horfa) á það sem komið hefur út. Við þetta bætist fjöldi óformlegra útgáfa sem býsna auðvelt er að nálgast.
Í þessu erindi á vegum Wagnerfélagsins var gerð tilraun til þess að veita yfirlit yfir útgáfur (formlegar og óformlegar) á Niflungahringnum, allt frá fyrstu heildarhljóðrituninni frá 1949 til dagsins í dag.
Fyrirlesturinn byggði á spjalli um meðfylgjandi myndefni sem skýrir sig að mestu sjálft.
Um fyrirlesarann:
Magnús Lyngdal Magnússon, lauk prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands og prófi í trompetleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann er tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og fjallar reglulega um klassíska tónlist í Ríkisútvarpinu.