Rínargullið frá Vínaróperunni í dag

Wiener Staatsoper

Kæru óperuvinir

Rínargullið er aðgengilegt ókeypis  frá Vínaróperunni þangað til kl. 18 í kvöld. Upptakan er frá 2017, 2 tímar og 50 mínútur. Ég hef séð tæpa tvö tíma og líkar vel. Ég held að það sé ekki erfitt að verða sér úti um smáforrit (app) og sjá sýninguna í snjallsíma, sem mér finnst þægilegt. Það krefst ekki mikillar fingarafimi til að velja skjátexta, nokkur tungumál eru í boði.
https://play.wiener-staatsoper.at/event/453c5e47-1ada-44c8-8aaf-6ff21fda1dd1

Frá kl 18 í kvöld og til sama tíma á morgun er í boði Ítalska stúlkan í Alsír eftir Rossini. Upptaka frá 2015. Meðal söngvara: Ildar Abdrazakov og Aida Garifullina. Sýningin er líklega 2 tímar og 15 mínútur.
https://www.wiener-staatsoper.at/en/staatsoper/media/detail/news/current-streaming-schedule/

Góða skemmtun,
Baldur