Ágætu Wagnerfélagar.
Ljóst er að áður kynnt sýning á Siegfried (Chéreau/Boulez) í Hannesarholti 17. október mun ekki fara fram vegna Covid.
Í dag og til klukkan 22.30 í kvöld er hægt að horfa á netinu á uppsetningu óperunnar frá Metropolitan óperunni í leikstjórn Otto Schenk og hljómsveitarstjórn James Levine.
Bara opna www.metopera.org og ýta á Watch now takkann við Siegfried.
Í titilhlutverki er Siegfried Jerusalem, Hildegard Behrens er Brynhildur, James Morrison Wanderer. Þessi uppfærsla gekk á Metropolitan frá 1986-2009, á undan Hring Roberts Lepage. Formaður studdist við þessa uppfærslu við styttingu Hringsins fyrir Listahátíð 1994.
Á slóð félagsins getið þið kynnt ykkur samanburð á Sigurði Fáfnisbana í íslenskum fornbókmenntum og hjá Wagner. Slóðin er: https://wagnerfelagid.is/wagner-og-volsungar/wv-niflungahringurinn-siegfried/
Við vonumst til að atburður númer tvö hjá félaginu, fyrirlestur Árna Blandon úr Dagbókum Cosimu, muni geta farið fram 7. nóvember, allavega rafrænt en helst hvort tveggja.
Með bestu kveðjum og óskum um allan þann velfarnað sem þið sannarlega eigið skilið! Farið vel með ykkur!
Selma