Verdi-vika frá Met 24.-30. ágúst

Kæru óperuvinir

Ókeypis netútsendingar frá Metropolitan halda áfram. Vikan 24.-30. ágúst er Verdi-vika, sjá viðhengi. Upptökurnar eru flestar nýlegar og nokkrar hafa verið sýndar í Kringlubíói. Sumir kunna kannski ekki að meta svona stóran skammt af tónskáldinu, Victor Borge sagði einhverju sinni eitthvað á þessa leið. Nu spiller jeg Verdi, så er jeg færdig. 

Tónleikar frá Met gegn vægu gjaldi halda áfram.
https://metstarslive.brightcove-services.com

Nú er það Roberto Alagna og Aleksandra Kurzak til 27. ágúst (kl. 19:00?), svo Lise Davidsen frá Osló frá 29. ágúst. Athugið er erfitt er að ná útsendingum í snjallsjónvarpstækjum. Í leiðbeiningum frá Met segir: We do not recommend trying to access the links in a connected/smart TV browser. Á eftir áframsendi ég skeyti frá Met, sem sum ykkar hafa e.t.v. einnig fengið. Þar er stutt myndskeið frá tónleikum Alagna og Kurzak, virðist mjög áhugavert. Einnig er þar myndskeið með “leiðbeiningum” um hvernig unnt er samt að ná tónleikunum á sjónvarpsskjá. Gallinn er sá að kynnirinn talar hraðar en íslenskur unglingur, en þó skýrar. Ég var eins og sumir nemendur í fjarnámi, ég var engu nær.

Critical-Acclaim-for-Roberto-Alagna-and-Aleksandra-Kurzak-Live-in-Concert

Sýningar frá Glyndebourne halda áfram, ég vísa í fyrri tölvupósta. En til sunnudags 23. ágúst er þar Hamlet eftir Brett Dean, sem sýnd var sumarið 2017. Frá 23. ágúst er The Fairy Queen eftir Purcell, upptaka frá 2009. Og loks frá 30. ágúst frábær sýning á Meistarasöngvurnum, sem hefur verið sýnd áður á netinu.

https://www.glyndebourne.com/events/hamlet/
https://www.glyndebourne.com/events/the-fairy-queen/
https://www.glyndebourne.com/events/die-meistersinger-von-nurnberg/

Nationaltheater í München hefur netútsendingar snemma í september, með nýju verkefni, 7 Deaths of Maria Callas. Nánar seinna.

Met-Opera-August-24-August-30-2020

Með góðri kveðju,
Baldur